Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Í umsóknargátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hægt að finna umsóknir um starfsleyfi, löggildingar og fleira sem varðar starfsemi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ef þú finnur ekki umsóknina sem þú leitar að í listanum hér á síðunni er þér bent á heimasíðu stofnunarinnar www.hms.is.

Eftir að umsókn hefur borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og fengið samþykki er greiðsluseðill sendur í heimabanka umsækjanda. Vinsamlegast athugið að löggildingar og starfsleyfi verða ekki afhent fyrr en greiðsla hefur borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Vakin er athygli á því að námskeið vegna löggildingu hönnuða og um ábyrgð byggingarstjóra eru haldin af Iðunni í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sjá hér á heimasíðu Iðunar.